VELKOMIN

Lög og réttur lögfræðistofa, hjálpar einstaklingum og fyrirtækjum að ganga frá viðskiptum, verja hagsmuni sína og ná markmiðum sínum.

Lögfræðingar Laga og réttar lögmannsstofu aðstoða einstaklinga og lögaðila við að skapa sér tækifæri og leysa vandamál. Hvort sem um er að ræða viðskiptasamninga eða að verja hagsmuni á einn eða annan hátt, þá aðstoðum við þig, við að ná markmiðum þínum.

Síðan árið 1998 hefur lögfræðistofan veitt víðtæka þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Lögfræðistofan Lög og réttur, sem staðsett er að Austurströnd 3  á Seltjarnaresi, býður skilvirka þjónustu, byggða á djúpri lagalegri þekkingu og reynslu.

Um fyrirtækið okkar

Lög og réttur lögfræðistofa var stofnuð 1998 og hefur  tekið að sér gríðarlega flóru mála sem ýmist hafa ratað fyrir dómsstóla eða verið leyst utan dóms.

Lög og réttur lögfræðistofa hefur tekið að sér mál t.d. tengd bygginga- og skipulagslöggjöf, erfðarétti, gerð erfðaskráa og séð um dánarbússkipti. Einnig hefur stofan komið að kaupum og sölu fasteigna, gerð leigusamninga, komið að málum tengdum verktakarétti, verksamningum og útboðum. Stofan hefur einnig tekið að sér skaðabótamál, slysamál, mál á grundvelli samkeppnisréttar, mál er varða lögfræði fjármálafyrirtækja, auk málflutnings fyrir héraðsdómi og Hæstarétti og verjendastörf í sakamálum.

Lögfræðingar stofunnar hafa einnig mætt fyrir viðskiptavini eða með þeim á ýmsa fundi er varða mikilvæga hagsmuni, til hagsmunagæslu, svo sem á viðskiptafundi, fundi með fjármálastofnunum, hluthafafundi og húsfundi.

Viðskiptavinir okkar í hópi málssóknaraðila eru meðal annars fasteignaeigendur, fasteignafélög, leigjendur, verktakar, undirverktakar, vinnuveitendur, starfsmenn og einstaklingar.

Varðandi fjölskyldutengda lögfræði, þá hefur stofan komið að skilnaðarmálum, ógildingu hjónabands, meðlagsmálum, málum er varða framfærslueyri, málum er varða börn, málum er varða sjúka, fasteignaumsjón og aðra hagsmunagæslu.