Lögfræðileg álitsgerð

Lögfræðileg álitsgerð er skrifleg yfirlýsing lögmanns. Hún fjallar oft um lögmæti eða ólögmæti tiltekins atviks, aðstöðu eða löggernings. Í viðskiptum veitir hún faglegt mat á tilteknum þætti viðskipta eða á viðskiptunum í heild og er rituð með hliðsjón af gildandi rétti.

Hún getur verið sterk vísbending um hvernig dómstólar myndu leysa úr tilteknu álitaefni. Hún er samt ekki á nokkurn hátt trygging fyrir tiltekinni útkomu í máli.

 

 

Tilgangur lögfræðilegrar álitsgerðar

  • Til að fullnægja samningsatriðum: Þetta er algengt þegar lögfræðileg álitsgerð er veitt til fjárfesta í tengslum við sölu verðbréfa.
  • Lögmæti atvika: Lögfræðileg álitsgerð er veitt til skoðunar á hvort atvik, aðstaða eða löggerningur leiði til eftirsóknarverðar lagalegrar niðurstöðu.
  • Til að svara spurningum: Hún getur svarað spurningum sem lagðar hafa verið fram af sérfræðingum eða öðrum lögmönnum. Hún getur verið notuð sem gagn í skýrslum eða greinargerðum fagaðila til rökstuðnings niðurstöðu ef tiltekna lagalega þekkingu skortir á tilteknu sviði.

Annar tilgangur getur verið að fullnægja opinberum eftirlitskröfum.

Lögfræðileg álitsgerð er oft gagnleg áður en gengið er til viðskipta. Hún er oft þörf áður en ákvörðun er tekin um dómsmál eða viðskipti. Henni er ætlað að svara spurningum viðskiptavinarins. Hann óskar eftir álitsgerð vegna lagalegrar óvissu, þar sem þörf er á tiltekinni leiðbeiningu.

Óskir þú frekari upplýsinga er þér bent á að hringja í 561 5525 og fá nánari upplýsingar.

Málaflokkar

Vefsíðugerð Atrenna ehf.