Velkomin á heimasíðu Laga og réttar

Lög og réttur lögmannsstofa hjálpar skjólstæðingum sínum, einstaklingum og lögaðilum við að ganga frá viðskiptum sínum, verja hagsmuni sína og ná markmiðum sínum.

Við einsetjum okkur að aðstoða viðskiptavini okkar við að leysa sín vandamál og skapa sér ný tækifæri. Lög og réttur lögmannstofa hefur veitt víðtæka þjónustu, byggða á skilvirkni og góðri þjónustu allt frá árinu 1998. Eigandi Laga og réttar ehf. lögmannsstofu er Sigurður Gizurarson hrl.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Útgefið efni: Greinar, pistlar og ritgerðir um lögfræði

Lög og réttur lögmannsstofa hefur ákveðið að birta nokkrar greinar eftir starfsmenn og þeim tengda aðila á vefsíðu lögmannsstofunnar undir fyrirsögninni „Útgefið efni“. Þar eru meðal annars að finna greinar eftir Sigurð Gizurarson hrl., og föður hans Gizur Bergsteinsson fyrrverandi Hæstaréttardómara ásamt efni frá fleiri aðilum. Sumt af þessu efni hefur verið notað til kennslu í Háskóla Íslands eins og til dæmis skrif Sigurðar „Um viðskiptabréf„. Hluti af þessu efni hefur verið notað sem heimildir í fjölmörgum ritgerðum laganema. Efnið er birt á síðunni í formi .pdf skjala sem hægt er að leita í eftir orðum eða orðasamböndum.
Það er okkar von að aukið aðgengi að þessum greinum, pistlum og ritgerðum verði til þess að fleiri sjái sér fært að nýta efnið sér til fróðleiks og til heimilda í eigin skrifum á sviði lögfræði.

Ný heimasíða Laga og réttar.

Ný heimasíða | Lög og réttur.

Velkomin á nýja heimasíðu Lögmannsstofunnar Lög og réttur ehf. Þetta er fyrsta fréttafærslan á vefnum okkar. Á vef Laga og réttar er ætlunin að hafa sem gleggstar upplýsingar um lögmannsþjónustuna. Á vefnum verður að finna gjaldskrá stofunnar, greinargóða lýsingu á því hvar lögmannsstofan er staðsett ásamt mynd af húsinu. Þá verður að finna upplýsingar um lögfræðinga stofunnar ásamt símanúmerum, faxnúmeri, tölvupóstföngum og svo framvegis. Einnig verður að finna á vefnum okkar umtalsvert magn lögfræðilegra greina, pistla og ritgerða er tengjast lögfræði.- svo það helsta sé nefnt auk persónuverndarstefnu og stefnu um notkun á vefkökum á vefsíðunni.

 

 

Vefsíðugerð Atrenna ehf.